Fara í efni
Íshokkí

SA stelpurnar gerðu 17 mörk gegn SR

Akureyrsku stelpurnar glaðar í bragði í leiknum gegn SR í gær. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Skautafélag Akureyrar var ekki í miklum erfiðleikum með að vinna Skautafélag Reykjavíkur í Íslandsmóti kvenna, Hertz-deildinni, á Akureyri í gær. Leikurinn endaði 17:2! SA vann fyrstu lotuna 7:1 og þá næstu 7:0 þannig að aðeins var formsatriði að spila þriðju lotuna. SA vann hana 3:1.

Gunn­borg Jó­hanns­dótt­ir og Jón­ína Guðbjarts­dótt­ir skoruðu þrjú mörk hvor fyr­ir SA, Arn­dís Sig­urðardótt­ir, Teresa Snorra­dótt­ir, Saga Sig­urðardótt­ir og Ragn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir tvö hver og Anna Ágúst­dótt­ir, Hilma Bergs­dótt­ir og Berg­lind Leifs­dótt­ir gerðu eitt mark hver. Ka­ritas Hall­dórs­dótt­ir og Bryn­hild­ur Hjaltested skoruðu mörk SR.

Öruggt hjá karlaliðinu líka

Í Hertz-deild karla unnu Akureyringar einnig öruggan sigur, þótt hann væri ekki jafn stór. SA sigraði Fjölni 5:1 í Eg­ils­höll. Aðeins eitt mark var gert í fyrstu lotu þegar Aron Knúts­son kom Fjölni yfir. En þeirra Adam var ekki lengi í Paradís; Axel Snær Orong­an, Andri Mika­els­son, Unn­ar Rún­ars­son, Hafþór Sigrún­ar­son og Heiðar Jó­hanns­son skoruðu fyr­ir SA og sig­ur­inn var mjög sann­fær­andi.