Fara í efni
Íshokkí

SA mætir SR í Hertz-deild kvenna

Shawlee Gaudreault hefur staðið í marki SA í tveimur leikjum af þeim þremur sem liðið hefur spilað í haust og er með 94,87% markvörslu, hefur fengið á sig tvö mörk úr 39 markskotum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið SA í íshokkí hefur byrjað tímabilið af krafti í Hertz-deildinni og hefur nú þegar sigrað lið Fjölnis tvisvar og SR einu sinni í haust og er á kunnuglegum slóðum á toppi Hertz-deildarinnar með níu stig, Fjölnir er í 2. sæti með þrjú og SR án stiga.

Í dag er komið að fjórða leik liðsins þegar lið SR mætir í Skautahöllina á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 16:45.