Íshokkí
SA Íslandsmeistari? – BEIN ÚTSENDING
09.04.2022 kl. 18:15
Hin þrautreynda Anna Sonja Ágústsdóttir verður í eldlínunni í kvöld með samherjum sínum í SA. Hér er hún í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fjölni. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Kvennalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí getur orðið Íslandsmeistari í kvöld með sigri á Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Stelpurnar okkar í SA hafa sigrað í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum en þrjá þarf til að hampa Íslandsbikarnum.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 og ástæða er til að hvetja sem flesta til þess að mæta og styðja við bakið á stelpunum.
Leikurinn er sýndur á youtube rásum Skautafélags Akureyar og Íshokkísambands Íslands. Hægt er að horfa á beint streymi frá leiknum hér á Akureyri.net. Útsending hefst skömmu fyrir leik.