Fara í efni
Íshokkí

SA á níu leikmenn í karlalandsliðinu

Mynd: ihi.is.

Níu leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar og þrír SA-menn sem spila erlendis eru í karlalandsliði Íslands í íshokkí sem mætir Búlgaríu, Eistlandi og Suður-Afríku í undankeppni Ólympíuleikanna á næstu dögum. 

Riðill Íslands verður spilaður í Skautahöllinni í Laugardal og ferðalagið því óvenju stutt fyrir Akureyringana miðað við það sem þeir hafa oft þurft að leggja á sig í landsliðsverkefnum sem fram hafa farið víða um heim.  

Leikmenn Skautafélags Akureyrar í landsliðinu:

  • Andri Már Mikaelsson
  • Arnar Helgi Kristjánsson
  • Bjarki Þór Jóhannesson
  • Jakob Jóhannesson
  • Jóhann Már Leifsson
  • Ormur Karl Jónsson
  • Orri Blöndal
  • Unnar Rúnarsson
  • Uni Steinn Sigurðarson Blönda

SA-menn í landsliðshópnum sem spila erlendis

  • Gunnar Arason, Osby IK í Svíþjóð
  • Halldór Skúlason, Sölvesborg IK í Svíþjóð
  • Heiðar Gauti Jóhannsson, Osby IK í Svíþjóð

Leikir Íslands

  • Fimmtudagurinn 14. desember
    19:00 Ísland - Suður Afríka
  • Föstudagurinn 15. desember
    19:00 Ísland - Búlgaría
  • Sunnudagurinn 17. desember
    17:00 Eistland - Ísland