Fara í efni
Íshokkí

Öruggur sigur SA á Fjölnismönnum

Andri Már Mikaelsson, fyrirliði SA, hampar Íslandsbikarnum í vor. Andri gerði fjögur mörk í öruggum sigri á Fjölni í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Skautafélag Akureyrar burstaði Fjölni 6:1 á Íslandsmótinu í íshokkí í gær á Akureyri, 6:1. Ekkert var skorað í fyrsta leikhluta en lið SA gerði fjögur mörk í þeim næsta; Róbert Hafberg skoraði fyrst og Andri Már Mikaelsson gerði þrjú mörk. Pétur Sigurðsson kom SA í 5:0 í þriðja og síðasta leikhluta áður en Hilmar Sverrisson minnkaði muninn en Andri Már kórónaði góðan leik þegar hann skoraði fjórða sinni.

Lið SA er með 13 stig eftir fimm leiki, hefur unnið fjóra og tapað einum. Skautafélag Reykjavíkur er með átta stig að loknum sex leikjum og Fjölnir hefur þrjú stig eftir fimm leiki.