Fara í efni
Íshokkí

Öruggir sigrar SA á Fjölni í Reykjavík

Íshokkílið bæjarins unnu bæði glæsilega sigra á Fjölni í Hertz deild Íslandsmótsins um helgina. Báðir leikirnir voru á heimavelli Fjölnis í Egilshöll. Strákarnir unnu 4:0 og stelpurnar 6:1.

Gunnar Arason gerði 2 mörk fyrir SA Víkinga og þeir Matthías Stefánsson og Andri Mikaelsson sitt markið hvor. SA átti 32 skot í leiknum en Fjölnir 26.

Kvennaliðin áttu nánast jafn mörg skot í leiknum, SA 31 en Fjölnir 30, þrátt fyrir að SA ynni stórsigur. Shawlee Gaudreault lék mjög vel í marki SA og var með 96,7% markvörslu! Katrín Björnsdóttir og María Eiríksdóttir gerðu 2 mörk hvor fyrir SA og þær Herborg Geirsdóttir og Gunnborg Jóhannsdóttir sitt hvort markið.