Fara í efni
Íshokkí

Mjög öruggur sigur SA á Fjölnismönnum

Víkingar, karlalið Skautafélags Akureyrar, unnu Fjölni 4:0 í Skautahöllinni á Akureyri í gær í Hertz-deild karla. Liðið lék glimrandi vel á löngum köflum, að því er segir á Facebook síðu íshokkídeildar SA.

Það tók 34 mínútur fyrir Víkinga að brjóta sterkan varnarmúr Fjölnis á bak aftur en þá varð ekki aftur snúið.

Unnar Rúnarsson gerði tvö mörk í leiknum og þeir Andri Már Mikaelsson og Heiðar Jóhannsson sitt markið hvor.

SA Víkingar skutu 48 sinnum á mark en Fjölnismenn áttu 20 skot.