Fara í efni
Íshokkí

Markið sem tryggði SA titilinn – MYNDIR

Ragnhildur Kjartansdóttir skorar sigurmarkið í gærkvöldi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Skautafélag Akureyrar varð Íslandsmeistari í íshokkí kvenna í gærkvöldi eins og þá kom fram á Akureyri.net. SA hafði unnið tvo fyrstu úrslitaleikina gegn Fjölni og það var Ragnhildur Kjartansdóttir, fyrirliði SA, sem tryggði félaginu titilinn með gullmarki; staðan var 0:0 eftir hefðbundnar 60 mínútur en Ragnhildur skoraði snemma í framlengingu og þar með voru úrslitin ráðin.

Ragnhildur komst á auðan sjó, var ein gegn markmanni Fjölnis og þrumaði pökknum í netið. Hér er myndasyrpa af marki Ragnhildar, innilegum fögnuði SA-kvenna og ekki síður innilegum fögnuði áhorfenda!