Fara í efni
Íshokkí

Margir Akureyringar á HM í íshokkí í Madrid

Akureryringar eru fjölmennir í íslenska landsliðshópnum í íshokkí sem tekur nú þátt í 2. deild A heimsmeistaramótsins á Spáni, eins og Akureyri.net greindi frá áður en hópurinn hélt utan.

Alls eru 10 leikmenn SA í hópnum og fjórir SA-ingar eru í teymi þjálfara og annarra starfsmanna.

Svo skemmtilega vil til að þrír þeirra eiga syni liðinu og er sá góði hópur á myndinni að ofan. Frá vinstri: Jóhann Már Leifsson, Leifur Ólafsson og Ari Gunnar Óskarsson, tæknistjórar, Gunnar Arason, Rúnar Freyr Rúnarsson liðsstjóri og Unnar Rúnarsson.

Tveir leikir eru að baki. Ísland tapaði fyrst 4:1 fyrir Georgíu og síðan 6:2 fyrir Króatíu. Ekki er leikið í dag en Ísland mætir Ástralíu á morgun.

Kári Arnarsson skoraði mark Íslands gegn Georgíu en þeir Jóhann Leifsson og Emil Alengaard á móti Króatíu.

Á myndinni að neðan eru Akureyringar í landsliðshópnum; 10 leikmenn, Leifur, Ari Gunnar og Rúnar Freyr, auk annars þjálfara liðsins, Sami Lehtinen, sem er lengst til hægri í aftari röð. Lehtinen þjálfar bæði karla- og kvennalið SA.