Fara í efni
Íshokkí

Margar frá Akureyri í silfurliði U18 á HM

SA-stelpurnar í U18 landsliði Íslands í íshokkí. Fremri röð frá vinstri: Amanda Ýr Bjarnadóttir, Sveindýs Marý Sveinsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir, Eyrún Arna Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Magdalena Sulova, Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir, Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Díana Óskarsdóttir og Heiðrún Helga Rúnarsdóttir. Myndina fengum við frá SA-stelpunum.

U18 landslið kvenna í íshokkí vann til silfurverðlauna í 2. deild B á Heimsmeistaramótinu sem fram fór núna í janúar og lauk um helgina.

Íslands vann alla leiki sína á mótinu nema einn, gegn Nýja-Sjálandi. Liðin enduðu jöfn að stigum, bæði með 12 stig, en Nýja-Sjáland vann gullið vegna sigurs í innbyrðis viðureigninni. Ísland átti nær tvöfalt fleiri skot á markið í leiknum gegn Nýja-Sjálandi, en mátti engu að síður sætta sig við 1-3 tap. 

Margar frá SA í landsliðshópnum

Eins og endranær eiga Akureyringar marga fulltrúa í þessu landsliði eins og öðrum landsliðum í íshokkí. Þar eiga Akureyringar ekki aðeins leikmenn heldur er Silvía Rán Björgvinsdóttir, leikmaður og aðstoðarþjálfari SA, annar aðstoðarþjálfara U18 landsliðsins. Þá var Örn Smári Kjartansson með í för sem einn af fararstjórum/tækjastjórum landsliðsins, en hann er faðir Sólrúnar Össu.

SA-stelpurnar í U18 landsliðinu: Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, Amanda Ýr Bjarnadóttir, Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir, Díana Óskarsdóttir, Eyrún Arna Garðarsdóttir, Heiðrún Helga Rúnarsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Magdalena Sulova, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir og Sveindís Marý Sveinsdóttir.

Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir var verðlaunuð sem besti varnarmaður mótsins. Ísland átti einnig besta leikmann mótsins, Friðriku Magnúsdóttur úr SR, en hún á ættir að rekja til Akureyrar, dóttir Hildar Báru Leifsdóttur og því af mikilli hokkíætt Akureyringa. 

Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, besti varnarmaður mótsins. 

Gullið tapaðist á innbyrðis viðureign

Úrslit leikja Íslands og mörk/stoðsendingar akureyrsku stúlknanna. Nánar má lesa um hvern leik fyrir sig í umfjöllun á vef Íshokkísambandsins með því að smella á viðkomandi leik hér að neðan. 

  • Ísland - Suður-Afríka 24-0
    Mörk: Kolbrún Björnsdóttir 3, Amanda Ýr Bjarnadóttir 3, Heiðrún Helga Rúnarsdóttir 3, Eyrún Arna Garðarsdóttir 3, Magdalena Sulova 2, Aðalheiður Ragnarsdóttir 2, Sólrún Assa Arnardóttir 1.
    Stoðsendingar: Sólrún Assa Arnardóttir 4, Magdalena Sulova 2, Eyrún Garðarsdóttir 1, Kolbrún Björnsdóttir 1, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir 1, Arna Gunnlaugsdóttir 1.
  • Ísland - Búlgaría 5-3
    Mörk: Sólrún Assa Arnardóttir 3, Amanda Ýr Bjarnadóttir 2
    Stoðsendingar: Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir 2
  • Ísland - Nýja-Sjáland 1-3
    Mark:
    Stoðsending:
  • Ísland - Belgía 1-0
    Stoðsendingar: Sólrún Assa Arnardóttir og Kolbrún Björnsdóttir.
  • Ísland - Mexíkó 3-1
    Mörk: Eyrún Arna Garðarsdóttir 1, Kolbrún Björnsdóttir 1
    Stoðsending: Sólrún Assa Arnardóttir 1.