Íshokkí
Magnaður sigur SA á Fjölni í Grafarvogi
13.11.2022 kl. 12:50
Karlalið Skautafélags Akureyrar, Víkingar, sigraði Fjölni í gær á Íslandsmótinu í íshokkí.
„Magnaður sigur hjá strákunum í Grafarvogi í kvöld á vel spilandi Fjölnisliði,“ sagði á Facebook síðu íshokkídeildar SA í gærkvöldi. Fjölnir var með eins marks forystu þegar sjö mínútur lifðu leiks „en fyrirliðinn Andri Mikaelsson jafnaði leikinn á 56. mínútu og Heiðar Jóhannsson skoraði svo sigurmarkið mínútu síðar. SA Víkingar voru með 37 skot á mark í leiknum gegn 27 skotum Fjölnis og Róbert Steingrímsson var með 85,2% markvörslu í marki Víkinga.“
Mörk SA gerðu: Andri Már Mikalesson 2, Martins Kevlis, Jóhann Már Leifsson og Heiðar Jóhannsson.