Fara í efni
Íshokkí

Lið Tartu Valk of stór biti fyrir SA Víkinga

Lið Tartu Valk frá Eistlandi var of stór biti fyrir karlalið Skautafélags Akureyrar, Víkinga, í þriðja og síðasta leik Strákanna okkar í Continental Cup, Evrópukeppni meistaraliða, í Búlgaríu í gær.

Eistarnir unnu öruggan sigur, 8:0, en SA átti þó hvorki fleiri né færri en 25 skot í leiknum en leikmenn Tartu Valk 30. Ingvar Þór Jónsson var besti leikmaður SA í gær að því er fram kemur á Facebook síðu félagsins.