Íshokkí
Leik SA og SR streymt beint á Akureyri.net
24.03.2022 kl. 17:31
Hafþóri Sigrúnarsyni, sem er annar frá vinstri, fagnað eftir að hann kom SA í 3:2 í fyrsta úrslitaleiknum. Til vinstri er Gunnar Arason og Orri Blöndal hægra megin við markaskorarann. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Annar úrslitaleikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla hefst klukkan 19.00 í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal. Íshokkísambandið sendir leikinn út beint á netinu og hægt verður að fylgjast með útsendingunni hér á Akureyri.net. Útsending hefst nokkrum mínútum fyrir leik.
Akureyringar sigruðu í fyrsta leiknum á heimavelli á þriðjudaginn, 6:5, eftir að hafa lent 2:0 undir. SA komst í 6:3 en Reykvíkingar gerðu tvö mörk í síðasta leikþriðjungi. Reikna má með hörkuleik í kvöld. Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari og verður þriðji leikur liðanna á Akureyri á laugardaginn.