Fara í efni
Íshokkí

Kiwanismenn gefa SA hjartastuðtæki

Kristinn Örn Jónsson, forseti Kaldbaks, og Jón Benedikt Gíslason frá Skautafélagi Akureyrar.

Félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbaki færðu Skautafélagi Akureyrar hjartastuðtæki að gjöf á dögunum. Tækið, sem verður í Skautahöllinni, er þriðja slíka tækið sem klúbburinn hefur gefið; annað þeirra var á sínum tíma gefið í lögreglubíl, hitt í bíl læknavaktarinnar.