Fara í efni
Íshokkí

Karlalið SA ósigrað á toppnum

SA-menn fagna marki á síðastliðnu tímabili. Til hægri er Uni Steinn Sigurðarson Blöndal sem skoraði fjögur af sex mörkum SA í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið SA í íshokkí er á toppi Hertz-deildarinnar eftir útisigur á Fjölni í gær. Uni Steinn Sigurðarson Blöndal skoraði fjögur af sex mörkum SA, sem hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu til þessa.

Mikið var skorað í fyrsta leikhlutnum. SA skoraði fyrsta markið, en þ-á komu þrjú mörk frá heimamönnum áður en SA minnkaði muninn, staðan 3-2 fyrir Fjölni eftir fyrsta leikhluta. SA jafnaði í öðrum leikhluta og bætti svo við þremur mörkum í þeim þriðja og vann góðan sigur.

  • Fjölnir - SA 3-6 (3-2, 0-1, 0-3)

Fjölnir
Mörk/stoðsendingar: Hilmar Sverrissson 1/0, Viggó Hlynsson 2/1, Úlfar Andrésson 0/2, Kristján Jóhannesson 0/1.
Varin skot: Þórir Aspar 28 (83,33%)
Refsingar: 15 mínútur + ein útilokun (20 mínútur)

SA
Mörk/stoðsendingar: Baltasar Hjálmarsson 1/1, Arnar Kristjánsson 0/1, Uni Steinn Sigurðarson Blöndal 4/0, Jóhann Már Leifsson 0/2, Unnar Hafberg Rúnarsson 1/1, Atli Sveinsson 0/1.
Varin skot: Róbert Andri Steingrímsson 36 (89,29%)
Refsingar: 21 mínúta + ein útilokun (20 mínútur)

Þessi lið mætast aftur laugardaginn 21. október í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 16:45.