Fara í efni
Íshokkí

KA-menn, Þórsarar og SA Víkingar í eldlínunni

Kvennalið KA/Þórs tekur á móti Stjörnunni í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deildinni í handbolta í dag eins og fjallað er um í annarri frétt. Aðrir akureyrskir íþróttamenn verða einnig í eldlínunni, KA-menn og Þórsarar í handbolta, SA Víkingar í íshokkí.

  • 14.30 KA – ÍBV, Olís deildar karla, efsta deild Íslandsmótsins í handbolta í KA-heimilinu.

KA er í 9. sæti með 10 stig og ÍBV í 4. sæti með 20 stig að loknum 15 leikjum. Átta lið komast í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.

Eftir viðureignina í dag á KA á þessa leiki eftir í deildinni:

Haukar - KA
KA - Grótta
KA - Víkingur
Afturelding - KA
KA - Valur
FH - KA

  • 16.30 Þór sækir Hörð heim til Ísafjarðar í Grill 66 deild karla í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins.

Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 leiki, en Ísfirðingar með 12 stig úr 12 leikjum. Þórsarar eru efstir þeirra fjögurra liða sem geta komist upp í efstu deild, en Fjölnir og ÍR eru aðeins stigi á eftir þeim og ÍR á leik til góða hin tvö.

  • 16.45 SA Víkingar – SR, í Hertz karla í íshokkí í Skautahölinni.

Akureyringar eru langefstir í deildinni með 49 stig, en lið Skautafélags Reykjavíkur kemur næst með 30 stig. Fjölnir hefur 26 stig og því ekki ljóst enn hvoru Reykjavíkurliðinu SA Víkingar mæta í úrslitarimmunni sem hefst upp úr miðjum mars.