Íshokkí
Jóhann Már og Aldís Kara valin íþróttafólk SA
Myndi af vef Skautafélags Akureyrar
Jóhann Már Leifsson og Aldís Kara Bergsdóttir eru íþróttafólk Skautafélags Akureyrar árið 2022. Aldís var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild á dögunum og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands árið 2022. Jóhann var einnig valin íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2022 sem og íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau Jóhann og Aldís voru heiðruð í upphafi leiks SA og SR í Hertz-deild kvenna á laugardag.
Nánar hér á heimasíðu SA