Fara í efni
Íshokkí

Jóhann Már Leifsson íshokkímaður ársins

Jóhann Már Leifsson, til hægri, í einum úrslitaleikjanna um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jóhann Már Leifsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2022 af stjórn Íshokkísambandi Íslands. Þetta kemur fram á vef sambandsins.

„Jóhann Már hefur leikið með Skautafélagi Akureyrar (SA) allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil í Bandaríkjunum (Niagra Fury, 2011-2012) og eitt tímabil í Svíþjóð (Motala, 2015-2016) og hefur verið lykilmaður í liði SA frá 14 ára aldri,“ segir á vef Íshokkísambandsins.

„Jóhann Már hefur unnið fjölda Íslands- bikar- og deildarmeistaratitla. Jóhann Már hefur sýnt yfirburði á síðasta og núverandi tímabili í Hertz-deild karla (14 mörk, 29 stig, 21-22) og var valinn besti sóknarmaðurinn á heimsmeistaramóti IIHF í apríl síðastliðnum.

Jóhann Már hefur leikið með landsliðum Íslands frá unglingsaldri og hefur átt fast sæti undanfarin ár í A landsliði karla. Jóhann Már er lykilmaður í landsliðinu, hefur átt mikinn þátt í árangri liðsins undan farin misseri og er til fyrirmyndar í alla staði.

Íshokkísamband Íslands óskar Jóhanni Má innilega til hamingju með árangurinn.“