Fara í efni
Íshokkí

Íslensku strákarnir léku Bosníumenn grátt

Íslendingar báru höfuð og herðar yfir Bosníumenn í gærkvöldi. Uni Steinn Sigurðarson Blöndal og einn Bosníustrákanna í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Strákarnir í landsliði 18 ára og yngri í íshokkí burstuðu jafnaldra sína frá Bosníu og Hersegóvínu 9:0 í 3. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi.

Ísland hefur þar með unnið tvö fyrstu leikina og er með sex stiga. Eina þjóðin með fullt hús stiga. Tyrkland, Mexíkó, Bosnía og Ísrael eru öll með þrjú stig en Lúxemborg er án stiga.

Tölurnar segja allt sem segja þarf um leik Íslands og Mexíkó. Yfirburðir voru miklir. Ormur Jónsson gerði fyrsta markið eftir aðeins 24 sekúndur en ekki var meira skorað í fyrsta leikhluta. Staðan var var orðin 4:0 í lok annars leikhluta en Ísland gerði fimm mörk í þriðja og síðasta hlutanum.

Mörkin:

  • 1:0 Ormur Jónsson (24 sek.)
  • 2:0 Arnar Helgi Kristjánsson (22 mín., 16 sek.)
  • 3:0 Ormur Jónsson (25,21)
  • 4:0 Ormur Jónsson (33,35)
  • 5:0 Birkir Einisson (40,23)
  • 6:0 Viktor Mojzyszek (43,19)
  • 7:0 Arnar Helgi Kristjánsson (49,11)
  • 8:0 Hektor Hrólfsson (52,55)
  • 9:0 Ólafur Björgvinsson (59,33)

Önnur úrslit í gær urðu þau að Tyrkland vann stórsigur á Lúxemborg, 15:1 og Mexíkó sigraði Ísrael 3:2.

Ekkert er leikið í dag en á morgun, miðvikudag, leikur Ísland við Tyrkland kl. 20.00. Ísrael og Lúxemborg hefja leik kl. 13.00 og kl. 16.30 mætast Mexíkó og Bosnía-Hersegóvína.

Ormur Jónsson, fyrirliði Íslands, byrjaði með látum; gerði fyrsta mark leiksins eftir 24 sekúndur og þrjú mörk alls. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Góð stemning var í skautahöllinni og íslenska liðið hvatt til dáða allan tímann. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Uni Steinn Sigurðarson Blöndal með pökkinn í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Íslendingar fagna áttunda markinu í gærkvöldi. Það skoraði Hektor Hrólfsson sem þarna er á milli Arons Ingasonar, til vinstri, og Viktor Mojzyszek. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson