Íshokkí
Íslandsbikarinn strax aftur suður – MYNDIR
30.03.2024 kl. 14:00
Ljósmynd: Rakel Hinriksdóttir
Skautafélag Reykjavíkur varð Íslandsmeistari karla í íshokkí á fimmtudagskvöldið eins og Akureyri.net greindi frá. Reykvíkingar sigruðu þá lið Skautafélags Akureyrar í æsispennandi, fimmta og síðasta úrslitaleik á Akureyri.
Akureyringar hafa lang oftast orðið Íslandsmeistarar en Reykvíkingar fögnuðu sigri í fyrra. Forráðamenn Íshokkísambands Íslands voru mættir á ný til Akureyrar með Íslandsbikarinn á fimmtudaginn, norðanmenn hugðust hreppa hann á ný en svo fór að gripurinn staldraði stutt við að þessu sinni; Íslandsmeistararnir héldu heima á leið á ný með bikarinn í farteskinu.