Fara í efni
Íshokkí

Íshokkíkempur á fleygiferð um helgina

Akureyrskar íshokkíkempur verða í eldlínunni um helgina eftir langt hlé, þegar Íslandsmótið - Hertz-deildin - hefst á ný. Kvennalið SA fær Skautafélag Reykjavíkur í heimsókn og karlaliðið leikur við Fjölni í Reykjavík.

Kvennaliðið mætir SR í tvígang. Fyrri leikurinn verður í dag klukkan 17.45 og sá síðari í fyrramálið klukkan 9.00. Strangt áhorfendabann er á leikina en báðum verður streymt beint á SA TV. Smellið hér til að horfa á leiki kvennaliðsins.

Karlalið SA sækir Fjölni heim í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 17.45 í dag. Smellið hér til að horfa á karlaleikinn.