Íshokkí
Íshokkí: SA Víkingar sækja Fjölni heim
Jóhann Már Leifsson í leik með SA Víkingum.
SA Víkingar, karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí, heldur suður á bóginn í dag og mætir liði Fjölnis í Egilshöllinni.
Akureyringar eru sem fyrr á toppi Hertz-deildarinnar, hafa unnið alla leiki sína til þessa og eru með 18 stig. SR hefur sex stig og Fjölnir þrjú.
Leikur Fjölnis og SA hefst kl. 19:45 og verður í beinni á YouTube-rás Íshokkísambands Íslands.