Íshokkí
Íshokkí: Kvennalið SA tekur á móti Fjölni
18.11.2023 kl. 10:00
Að leikslokum í vor. SA og Fjölnir áttust við í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Það er hokkíleikur á dagskránni í Skautahöllinni á Akureyri kl. 16:45. Kvennalið SA fær lið Fjölnis í heimsókn norður.
SA-konur eru með afgerandi forystu á toppi Hertz-deildarinnar með 21 stig, hafa unnið sjö leiki af átta sem þær hafa spilað í haust. Eini tapleikurinn kom einmitt gegn Fjölni á útivelli þegar stelpurnar tóku tveggja leikja helgi og töpuðu sunnudagsleiknum. SA og Fjölnir hafa mæst tvisvar í Skautahöllinni á Akureyri á yfirstandandi tímabili. SA hafði sigur í bæði skiptin, 5-4 í opnunarleik deildarinnar og svo 6-1.
Fjölnir er með níu stig í 2. sæti deildarinnar, en þær hafa unnið SR tvisvar og SA einu sinni.