Fara í efni
Íshokkí

HM U18 á Akureyri – 11 SA-strákar í liðinu

Mikil íshokkíveisla hefst í Skautahöllinni á Akureyri á morgun, sunnudag, og stendur í viku:  A-riðill 3. deildar heimsmeistaramótsins fyrir U18 lið stráka. Sex þjóðir mæta til leiks.

Íslenska liðið hefur leik á morgun þegar það mætir Mexíkó kl. 20.00. Það er þriðji leikur dagsins, en þetta eru viðureignirnar þennan fyrsta keppnisdag:

13.00 Ísrael – Tyrkland

16.30 Lúxemborg – Bosnía- Herzegóvína

20.00 Ísland – Mexíkó

  • Dagskrá mótsins og alla tölfræði verður að finna HÉR

Miðasala fer fram á Tix.is en miðaverð er 2000 kr. en mótspassi á alla leiki mótsins kostar 6000 kr og frítt er einn fyrir 16 ára og yngri. 

Skautafélag Akureyrar á 11 fulltrúa í liðinu, nöfn þeirra eru rauðletruð hér að neðan. Þjálfari liðsins er Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson. Aðstoðarþjálfari liðsins er Vladimir Kolek.

Markmenn

Þórir Aspar
Sigurgeir Bjarki Söruson

Sóknarmenn
Ólafur Baldvin Björgvinsson
Uni Steinn Sigurðarson Blöndal
Birkir Einisson
Hektor Hrolfsson
Haukur Freyr Karvelsson
Viktor Jan Mojzyszek
Ymir Hafliðason
Helgi Bjarnason
Arnar Smári Karvelsson
Þorleifur Rúnar Sigvaldason
Bjarmi Kristjánsson
Freyr Waage Magnússon

Varnarmenn
Ormur Jónsson
Kristján Hróar Jóhannesson
Arnar Kristjánsson
Haukur Steinsen
Aron Gunnar Ingason
Daníel Ryan