Fara í efni
Íshokkí

Héldu upp á titilinn með stórsigri á SR

Gunnar Arason gerði eitt mark fyrir SA í dag og kom að undirbúningi tveggja að auki. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Strákarnir í liði Skautafélags Akureyrar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í íshokkí í gærkvöldi með sigri á SR, eins og þá kom fram á Akureyri.net, og í dag héldu þeir upp á tímamótin með því að vinna enn stærri sigur á Reykjavíkurliðinu. Báðir leikirnir fóru fram á Akureyri, úrslitin í gær urðu 8:3 en 12:2 í kvöld.

Fyrsta lotan fór 3:1, næsta 3:0 og sú þriðja og síðasta 6:1.

Heiðar Kristveigarson og Axel Orongan skoruðu tvö mörk hvor í dag og eitt gerðu Alex Sveinsson, Unnar Rúnarsson, Halldór Skúlason, Andri Skúlason, Einar Grant, Gunnar Arason, Róbert Hafberg og Egill Birgisson.

Róbert Hafberg, Gunnar Arason og Kristján Árnason átti allir þátt í tveimur mörkum og þeir Uni Sigurðarson, Unnar Rúnarsson, Hafþór Sigrúnarson, Heiðar Kristveigarson, Axel Orongan og Egill Birgisson komu að undirbúningi eins marks hver.