Fara í efni
Íshokkí

Fullkomin leiktíð íshokkídeildar SA

A-lið Skautafélags Akureyrar - Íslandsmeistari í flokki U-14.

Akureyringar unnu til allra gullverðlauna sem í boði voru á Íslandsmótum vetrarins í íshokkí. Keppni lauk í síðustu flokkunum um nýliðna helgi, þegar lið félagsins skipað leikmönnum 14 ára og yngri varð Íslandsmeistari. Bæði A- og B-lið SA í þessum aldursflokki fögnuðu þá sigri.

Meistaraflokkslið félagsins í karla og kvennaflokki urðu Íslandsmeistarar eins og Akureyri.net fjallaði ítarlega um á sínum tíma og fyrr í þessum mánuði tryggðu bæði U16 og U18 lið SA sér Íslandsmeistaratitla. 

Sannarlega glæsilegur árangur akureyrsks skautafólks í vetur. Innilega til hamingju!

B-lið Skautafélags Akureyrar í flokki 14 ára og yngri.