Fara í efni
Íshokkí

Akureyringar Íslandsmeistarar!

Andri Mikaelsson, fyrirliði SA, hampar sigurlaununum í Íslandsmótinu fyrir framan glaða stuðningsmenn í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Skautafélags Akureyrar varð Íslandsmeistari í íshokkí kvöld eftir 3:0 sigur á Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta var þriðji úrslitaleikur liðanna, SA vann alla og þar með fór Íslandsbikarinn á loft. Sigurinn var verðskuldaður en leikirnir þrír voru samt allar tvísýnir og stórskemmtilegir.

Jóhann Leifsson skoraði fyrsta markið strax eftir fimm og hálfa mínútu og fleiri mörkum var ekki fagnað fyrr en í tvígang undir lok leiksins. Fjölnismenn lögðu þá allt í sölurnar, tóku markvörðinn Atla Valdimarsson út af til þess að bæta í sóknina en það gekk ekki upp. Heimamenn náðu pekkinum af þeim í tvígang og sendu hann í bæði skiptin í tómt markið. Fyrst Axel Orongan rúmri mínútu fyrir leikslok og Jóhann Leifsson nokkrum sekúndum síðar.

NÁNAR SÍÐAR

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum

Sigurinn í höfn! Akureyringar fagna eftir að Axel Orongan kom þeim í 2:0 þegar lítið var eftir og ljóst hver úrslitin yrðu. Frá vinstri: Gunna Arason, Orri Blöndal, Axel og Unnar Rúnarsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

„Og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni ...“ sungu Íslandsmeistararnir þegar þeir stigu stuttan sigur-hringdans á svellinu.