Íshokkí
Akureyringar fögnuðu 23. Íslandstitlinum
29.03.2022 kl. 22:00
Andri Mikaelsson, fyrirliði SA, er orðinn vanur því að hampa Íslandsbikarnum! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Skautafélag Akureyrar varð í kvöld Íslandsmeistari karla í íshokkí í fjórða skipti í röð og 23. skipti alls eftir stórkostlega frammistöðu og ótrúlegan sigur – 9:1 – á liði Skautafélags Reykjavíkur í fjórða úrslitaleik liðanna. Viðureignin fór fram á heimavelli SR í Skautahöllinni í Laugardal.
Búist var við jöfnum og spennandi leik í ljósi þess hvernig fyrri leikirnir þrír þróuðust en raunin varð aldeilis önnur. Akureyringar léku gríðarlega vel og heimamenn áttu einfaldlega enga möguleika.
Mörkin í kvöld:
- 0:1 Hafþór Sigrúnarson (11:23 mín. – stoðsending Jóhann Leifsson)
- 0:2 Heiðar Kristveigarson (21:13 mín. – stoðsending Róbert Hafberg)
- 0:3 Róbert Hafberg (30:31 mín. – stoðsending Atli Sveinsson)
- 0:4 Derric Gulay (30:43 mín. – stoðsending Matthías Stefánsson)
- 0:5 Unnar Rúnarsson (33:15 mín. – stoðsending Heiðar Kristveigarson)
- 1:5 Pétur Maack (36:58 mín. – stoðsending Þorgils Eggertsson)
- 1:6 Róbert Hafberg (44:01 mín. – stoðsending Jóhann Leifsson)
- 1:7 Ormur Jónsson (54:42 mín. – stoðsending Matthías Stefánsson)
- 1:8 Matthías Stefánsson (57:48 mín. – stoðsending Einar Grant)
- 1:9 Gulay Derric (59:49 mín. – án stoðsendingar)
Innilega til hamingju með Íslandsmeistaratilinn, Skautafélagsmenn og aðrir Akureyringar!
Nánar síðar