Fara í efni
Iðnaðarsafnið

Söfnin: Af Véfreyju Árnadóttur og fleirum

SÖFNIN OKKAR – XLIII

Frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Sr. Benjamín Kristjánsson (1901-1987) prestur í Winnipeg og Grundarþingum, var kennari í bóklegum greinum við Húsmæðraskólann á Laugalandi frá stofnun hans 1936 til 1967. Á sama tíma gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum og skrifaði bækur og greinar. Meðal þess sem hann skrifaði er saga Kvennaskólans á Laugalandi 1877-1896 og námsmeyjatal skólans á sama tíma. Námsmeyjatalið hefur ekki verið gefið út en handritið er varðveitt á Héraðsskjalasafninu og er skjal dagsins að þessu sinni komið þaðan.

Um 310 námsmeyjar voru í skólanum á Laugalandi 1877-1896 um lengri eða skemmri tíma svo það er af nógu að taka en fyrir valinu varð Véfreyja Árnadóttir (1865-1942).

Líklega er það missögn hjá Benjamín að hún hafi verið í skólanum á Akureyri 1887-1888 en skólinn fluttist ekki þangað fyrr en 1896.

Ljósmyndin er tekin af Önnu Schiöth (1846-1920) en hún rak ljósmyndastofu á Akureyri í nafni eiginmanns síns 1878-1899. Fyrir vikið er myndin merkt honum H. Schiöth (Hendrit Schiöth).