Iðnaðarsafnið
Listasafnið: Matiss Leo og Tólf tóna álfakorterið
03.01.2025 kl. 18:30
Matiss Leo Meckl leikur á Vorkomu Akureyrarbæjar í Listasafninu á Sumardaginn fyrsta. Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Fyrsti viðburður ársins í Listasafninu á Akureyri verður á morgun, laugardaginn 4. janúar kl. 15-15.15 og 16-16.15. Þá verður Tólf tóna álfakortérið á dagskrá. Slagverksleikarinn Matiss Leo Meckl mun flytja tónverkin Case History eftir Roderik de Man, Bad Touch eftir Casey Cangelosi og Silence Must eftir Thierry De Mey.
- HÉR má lesa umfjöllun Akureyri.net um slagverksleikarann unga frá því í júlí 2024.
Tónleikarnir fara fram í sal 04 á safninu og er aðgangur ókeypis. Á viðburðarsíðunni fyrir tónleikana á Halló Akureyri! stendur: Við mælum eindregið með því að þið athugið þetta dularfulla álftóna-kortérsmál og mætið á staðinn. Nú er glatt. Tónleikarnir henta sannarlega fólki á öllum aldri og af öllu upplagi - okkur öllum bara. Öllum sem langar.
Tólf tóna jólakortérið er samstarfsverkefni Tónlistarskólans á Akureyri og Listasafnsins á Akureyri og hlaut styrki frá Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóði Akureyrar og Tónskáldasjóði Rúv/Stefs.
Rétt er að minna á, að á Listasafninu eru nokkrar sýningar í gangi:
Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar
Sólveig Baldursdóttir – Augnablik – til baka
Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók
Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég
Detel Aurand | Claudia Hausfeld – Samskipti
Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Grafísk gildi
Jónas Viðar – Jónas Viðar í safneign
Fríða Karlsdóttir – Mjúkt
Sólveig Baldursdóttir – Augnablik – til baka
Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók
Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég
Detel Aurand | Claudia Hausfeld – Samskipti
Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Grafísk gildi
Jónas Viðar – Jónas Viðar í safneign
Fríða Karlsdóttir – Mjúkt