Fara í efni
Hrísey

Hríseyjarhátíð í sól og sumaryl – MYNDIR

Ljósmynd: Sigurður Þorri Gunnarsson

Árleg Hríseyjarhátíð var haldin frá fimmtudegi til sunnudags í blíðskaparveðri og tókst afar vel að vanda. Rétt rúmlega 1.000 manns sóttu Hrísey heim þessa daga, að því er segir á vef Akureyrarbæjar, og fjöldi fólks í eyjunni var því áttfaldur miðað við það sem hann er alla jafna.

Dagskráin var fjölbreytt; skemmtidagská í félagsheimilinu Sæborg, garðakaffi í görðum Hríseyinga, rabarbarafestival og klukkustrengjasýning, óvissuferðir, ratleikur og tónleikar. Á laugardeginum, sem var hápunktur hátíðarinnar, var boðið upp á dagskrá í dásemdarblíðu og sól á hátíðarsvæðinu með tónlist og viðburðum á sviði, kaffisölu, hópakstri traktora, kvöldvöku, varðeldi og síðan var dansað fram á nótt.

Hér má sjá myndir sem María Helena Tryggvadóttir tók og birtust á vef Akureyrarbæjar í dag, auk mynda sem Akureyri.net fékk sendar.

Svanhildur Daníelsdóttir hélt rabarbarahátíð heima á lóð þeirra Gunnars Maríu Jónssonar og inni var hún með klukkustrengjasýningu.