Fara í efni
Hrísey

Hríseyingar halda hátíð á morgun

Hríseyjarhátíðin verður haldin á morgun, laugardag. Ferðamálafélag Hríseyjar hefur haldið hana árlega síðan 1997, nema hvað henni var aflýst í fyrra eins og flestum öðrum hátíðum. „Þess vegna í ár taka Hríseyingarnir spenntir á móti gestum með opnum örmum á laugardaginn, 10.júlí,“ segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Hátíðin býður upp á fjölskylduvæna og fjölbreytta dagskrá s.s. leiki og sprell fyrir börnin, Garðakaffi, flóamarkað, rabarbarasmakk, tónlistaratriði, varðeld og brekkusöng með Ómari Hlyns og fleira. Aðgangur á hátíðina er ókeypis sem fyrr.

Til Hríseyjar, sem gjarnan er kölluð Perla Eyjafjarðar, eins og segir á heimasíðu Akureyar, er aðeins 15 mínútna ferjuferð frá Árskógssandi.

Smellið hér til að sjá dagskrá hátíðarinnar.