Hrísey
Hrísey kjörin til þess að verða hæglætisbær
02.02.2021 kl. 06:03
Hrísey er kjörin til þess að verða Cittaslow – „hæglætisbær“; þannig verði sérstaða samfélagsins undirstrikuð og eyjan efld sem búsetukostur, vettvangur fyrir fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og áningarstaður fyrir ferðafólk.
Þetta segir Gauti Jóhannesson, sem var sveitarstjóri í Djúpavogshreppi þegar hann varð hluti Cittaslow hreyfingarinnar fyrir nokkrum árum. Gauti er nú forseti sveitarstjórnar Múlaþings, hins nýja sveitarfélags á Austurlandi.
Gauti sendi Akureyri.net grein í kjölfar umfjöllunar um hugmyndir Hríseyinga. Smellið hér til að lesa grein Gauta.