Fara í efni
Hoppukastalamálið

Meiri vindur en talið var þegar Skrímslið fauk?

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Nýtt mat á sönnunargögnum eftir hoppukastalaslys sem varð á Akureyri sumarið 2021, ályktar að vindur á svæðinu hafi líklega verið meiri en talið var. Verjandi eins sakborninga segir mat hinna dómkvöddu matsmanna kollvarpa ákæru. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

„Fimm menn voru ákærðir í hoppukastalamálinu fyrir átta mánuðum, þeir lýstu allir yfir sakleysi í málinu og verjendur þeirra barist fyrir frávísunum eða niðurfellingu málsins. Frá upphafi hafa þeir sagt skjólstæðinga sína ekki skilja hvernig þeir hefðu átt að koma í veg fyrir skaðann sem varð þennan örlagaríka dag, þegar fjögur börn slösuðust alvarlega og eitt skaddaðist fyrir lífstíð,“ segir í frétt RÚV.

Verjandi eins sakborninga segir við RÚV að mat hinna dómkvöddu matsmanna kollvarpi ákæru og málatilbúnaði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem hljóti að leiða til þess að málið verði fellt niður. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni, er hins vegar ekki á sama máli. „Ég tel þetta engu breyta um sönnunarstöðu málsins,“ segir hann í svari við fyrirspurn fréttastofu.

Smellið hér til að lesa frétt RÚV