Hjólreiðar
Þór mætir Grindavík aftur í undanúrslitum
03.03.2025 kl. 12:25

Kvennalið Þórs í körfuknattleik mætir liði Grindavíkur í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ, VÍS-bikarsins, þriðjudaginn 18. mars kl. 20. Dregið var í Smáranum núna í hádeginu. Hin undanúrslitaviðureignin er á milli Njarðvíkur og Hamars/Þórs. Sigurliðin mætast í úrslitaleik laugardaginn 22. mars, einnig í Smáranum í Kópavogi.
Þórsliðið fór sem kunnugt er í úrslitaleikinn í fyrra eftir frækinn sigur á Grindvíkingum í undanúrslitum í Laugardalshöllinni, en mátti síðan sætta sig við silfurverðlaun eftir tap fyrir Keflvíkingum í úrslitaleiknum.
Leikir í undanúrslitum VÍS-bikarsins:
Konur
- Þriðjudagur 18. mars kl. 17:15
Njarðvík - Hamar/Þór - Þriðjudagur 18. mars kl. 20:00
Grindavík - Þór
Karlar
- Miðvikudagur 19. mars kl. 17:15
KR - Stjarnan - Miðvikudagur 19. mars kl. 20:00
Keflavík - Valur