Fara í efni
Hjólreiðar

KA og Afturelding skildu jöfn eftir dramatík

Ihor Kopyshynskyi skýtur að marki KA í gær. Til vinstri er Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem var lang markhæstur KA-manna í leiknum. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

KA og Afturelding gerðu jafntefli, 28:28, í spennandi leik í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta í gær. Þar með lauk 14. umferð Olísdeildarinnar þeirri síðustu á árinu, og þegar átta umferðir eru eftir af deildarkeppninni er KA í hinu eftirsótta áttunda sæti – því síðasta sem veitir rétt til þátttöku í úrslitakeppninni í vor. KA er með 10 stig, eins og Grótta og HK.

KA-menn voru á heimavelli og náðu tveggja marka forystu þegar tæplega einni og hálf mínúta var eftir en gestirnir gerðu tvö síðustu mörkin. 

„Einar Baldvin Baldvinsson markvörður og Ihor Kopyshynskyi tryggðu Aftureldingu annað stigið,“ segir í umfjöllun handbolta.net í gærkvöldi. „Einar Baldvin varði skot frá nafna sínum Einari Rafni Eiðssyni á síðustu sekúndum leiksins. Áður hafði Kopyshynskyi skorað tvö síðustu mörk Aftureldingar úr vinstra horninu á síðustu mínútu leiksins. Kopyshynskyi gerði jöfunarmarkið átta sekúndum fyrir leikslok,“ segir þar.

Akureyri.net átti því miður ekki heimagengt í gær og vísar því með gleði til hins góða handboltavefs Ívars Benediktssonar, handbolti.is, og mbl.is, þar sem mynd Egils Bjarna Friðjónssonar hér að ofan birtist og fleiri myndir hans má sjá á handbolti.is

Öll tölfræðin

Umfjöllun handbolta.is