Fara í efni
Héraðsskjalasafnið

Vinkonur færðu Rauða krossinum 34.000 krónur

Vinkonurnar Ísold Rúnarsdóttir og Ísabella Árný Nínudóttir vörðu heilmiklum tíma í vetur í að safna dósum og flöskum til styrktar Rauða krossinum. Þær gengu milli húsa í Lundarhverfinu og óhætt er að segja að vel var tekið á móti þeim því í heildina söfnuðu þær 34.000 krónum. Þær stöllur segja verkefnið hafa verið skemmtilegt og mikið reynt á gangvöðvana því þegar þær voru búnar að fylla pokana eins og þær gátu borið þurftu þær að rogast með þá heim í geymslu og ná í nýja poka til að halda áfram að safna. Það voru stoltar vinkonur sem færðu Eyjafjarðardeild Rauða krossins afrakstur erfiðisins.
 
Tilkynning frá Rauða krossinum