Fara í efni
Héraðsskjalasafnið

Minjasafnið býður upp á ferðalag í huganum

Mynd af vefsýningu Minjasafns Akureyrar. Þetta er ferðaprímus frá 1920-1950.

Minjasafnið á Akureyri er með skemmtilega vefsýningu i gangi sem tileinkuð er ferðalögum og útihátíðum fyrri tíma. Á sýningunni er að finna nokkra skemmtilega safngripi sem kynda undir fortíðarþrá og minningar um útihátíðir og tjaldútilegur.

Lítill samanbrjótanlegur útilegustóll fyrir börn með myndum af köttum, músum og fuglum og blómum. Stólinn er frá 1980-95.

Á sýningunni er að finna ýmislegt gamalt útilegudót eins og svefnpoka, tjaldstóla og ferðaútvörp. Þá er þar líka að finna aðgöngumiða á útihátíðir og auglýsingaefni tengt útihátíðum.  Hægt er að skoða sýninguna í heild sinni án þess að fara úr húsi  með því að smella HÉR

Farmiði frá Umferðamiðstöðinni hf. Akureyri þann 1. ágúst 1969. Handskrifað á miðann : Ak. - Húsafell - Ak. Einnig aðgöngumiði á Sumarhátíðina í Húsafellsskógi dagana 1.-3. ágúst 1969. Verslunarmannahelgin.