Heilsugæsla hér og önnur þar – MYNDIR
Ný heilsugæslustöð verður opnuð í Sunnuhlíð á morgun eins og áður hefur komið fram. Húsnæðið við Hafnarstræti, þar sem þessi mikilvæga stöð Akureyringa hefur verið til fjölda ára, var fyrir löngu orðið úrelt, hefur lengi verið óhentugt og aðkoman ekki síður slæm. Steininn tók þó fyrst úr þegar þar kom upp mygla; þá varð endanlega ljóst að ekki varð lengur við unað.
Heilsugæslan í Sunnuhlíð norðan Glerár hefur verið í bígerð síðustu misseri og aðra á að reisa við norðvestur enda gamla tjaldstæðisins á Brekkunni.
Akureyri.net leit við á báðum stöðum fyrir helgi, í gamla húsnæðinu við Hafnarstræti og því nýja í Sunnuhlíð.
Elísabet Lilja Jóhannsdóttir móttökuritari á gömlu heilsugæslustöðinni við Hafnarsræti á föstudaginn. Hún sagðist ekki geta beðið að hefja störf í Sunnuhlíð.
Hafrún Brynja Einarsdóttir mótttökuritari var alsæl á nýju heilsugæslustöðinni á föstudaginn.
Húsnæðið í Sunnuhlíð er bjart og fallegt. Fjölmargar glæsilegar ljósmyndir Einars Guðmann og Gyðu Henningsdóttur af íslenskri náttúru prýða veggina.
Starfsmenn voru í óðaönn að koma sér fyrir í nýja húsnæðinu við Sunnuhlíð.
Iðnaðarmenn voru að leggja lokahönd á eitt og annað í Sunnuhlíð á föstudaginn.
Inngangurinn í Sunnuhlíð.
Heilsugæslastöðin í Sunnuhlíð er á 2. hæð. Gengið er inn að vestan í nýbyggingu sem reist var norðan við húsið sem fyrir var.
Hér að neðan eru svo nokkrar myndir úr gömlu heilsugæslustöðinni í miðbænum. Þess húsnæðis saknar ekki nokkur maður.
Jón Torfi Halldórsson yfirlæknir HSN á Akureyri í gömlu heilsugæslustöðinni við Hafnarstræti á föstudaginn. Tómlegt var orðið á þriðju hæðinni.
Tómlegst var á gömlu stöðinni og flestir farnir á föstudaginn.
Aðkoman að gömlu heilsugæslunni við Hafnarstræti var ekki góð; annað hvort var með farið lyftu frá göngugötunni eða ekið niður þröngan Gilsbakkaveg, þar sem þessi mynd er tekin, og lagt vestan við stöðina þar sem aðeins eru fáein bílastæði.