Fara í efni
Heilsugæslan

Gaukshreiðrið frumsýnt í Freyvangi

Freysteinn Sverrisson leikur Randle P. McMurphy í sýningunni

Freyvangsleikhúsið frumsýnir leikverkið Gaukshreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kesey þann 16. febrúar, næstkomandi föstudag. Leikgerðin er eftir Dale Wasserman og íslensk þýðing var í höndum Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

Svavar Máni og Freysteinn Sverrisson í hlutverkum sínum sem Billy Bibbit og Randel McMurphy. Myndir: Hilmar Friðjónsson

Leikverkið segir sögu indíánahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu R. P. McMurphy á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratched forstöðukonu hælisins sem stjórnar vægast sagt með harðri hendi.Verkið lýsir á beinskeyttan hátt aðstæðum og þann uppreisnaanda sem ríkti í Bandaríkjunum og víðar á 7. áratug síðustu aldar sem og þeirra meðferð sem geðsjúkir bjuggu við og hvernig litið var á geðsjúkdóma á þessum tímum.

Hallur Örn Guðjónsson, Stefán Guðlaugsson, Svavar Máni, Helgi Þórsson, Sindri Swan, Aðalbjörg Þórólfsdóttir og María Lovísa í hlutverkum sínum.

Gaukshreiðrið er hrollvekjandi ádeila á kerfið og þeim meðferðum sem beitt var en lýsir á sama tíma einstöku sambandi sjúklinganna og hvernig þeir glíma við harðræði og niðurlægingu yfirvaldsins. Leikverkið inniheldur í senn sorg, gleði, hrylling og illsku „svo verið tilbúin til þess að taka á öllum ykkar tilfinningaskala,“ segir í tilkynningu frá Freyvangsleikhúsinu.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is -> HÉR

Hægt er að fylgjast með á Facebooksíðu Freyvangs 

Kristbjörn Steinarsson leikur Spivey lækni og Aðalbjörg Þórólfsdóttir leikur hina ógnvænlegu Ratched húkrunarkonu.