Fara í efni
Heilsugæslan

Breytingar á símatímum og skilaboðum hjá HSN

Mynd af vef HSN

Frá og með 1. nóvember 2022 verða breytingar á símatímum og heilsuveruskilaboðum lækna í teymisvinnu hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri, Vali Helga Kristinssyni, Arngrími Vilhjálmssyni, Kristrúnu Erlu Sigurðardóttur og Hafdísi Ölmu Einarsdóttur.

„Fyrirkomulagið felst í að hjúkrunarfræðingar teyma hringja í skjólstæðinga sem óskað hafa eftir símaviðtali og í samráði við læknana er leitast við að finna erindinu farveg. Breytingin er gerð til þess skapa fleiri viðtalstíma og þar með svigrúm til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Teymisvinnan er enn í mótun og mun taka einhvern tíma að innleiða og biðjum við skjólstæðinga að sýna því skilning,“ segir á heimasíðu HSN, sem hefur nú verið færð undir Íslandsvefinn, island.is.

„Heilsuveruskilaboðum er svarað eins fljótt og auðið er alla virka daga milli 8-16.“

Vefur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands