Fara í efni
Háskólinn á Akureyri

Aðeins óformlegt samtal stjórnenda

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Ekki er komið að ákvarðanatöku um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Háskólaráð HA fer með ákvörðunarvald fyrir hönd skólans og hefur ekki fundað það sem af er skólaári.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Háskólanum á Akureyri, vegna frétta í dag um óformlegar viðræður um mögulega sameiningu skólanna. 

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Háskólinn á Akureyri – horft til framtíðar

Stefna stjórnvalda er að skoða möguleika til sameiningar á háskólastigi. Í stefnu Háskólans á Akureyri er fjallað um samfélagslega ábyrgð sem felst meðal annars í að vera opin fyrir möguleikum í háskólasamfélaginu. Í takti við það tóku því stjórnendur Háskólans á Akureyri vel í beiðni stjórnenda Háskólans á Bifröst að ræða frekara samstarf og samvinnu háskólanna tveggja.

Óformlegt samtal á milli stjórnenda er í gangi en ekkert komið til ákvörðunartöku eða framkvæmda enda Háskólaráð Háskólans á Akureyri með það ákvörðunarvald fyrir hönd háskólans og hefur enn ekki fundað það sem af er skólaári. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir hvort heldur sem er varðandi frekari verkefni inn í Samstarfssjóð háskóla né fýsileika sameininga enda slíkar vangaveltur ekki tímabærar að svo stöddu.

Háskólinn á Akureyri stendur sem fyrr fyrir sveigjanlegu námsfyrirkomulagi, samfélaginu og landinu öllu til styrktar.

Smellið hér til að sjá frétt Akureyri.net um málið í morgun