Fara í efni
Handknattleikur

KA/Þór tekur á móti FH í dag kl. 17

Stelpurnar í KA/Þór fagna sigri á HK á dögunum. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór getur náð aftur tveggja stiga forystu á toppi næstefstu deildar kvenna í handbolta, Grill 66 deildarinnar, með sigri í dag þegar liðið tekur á móti FH í KA-heimilinu. Leikurinn hefst kl. 17. Athygli er vakin á breyttum leiktíma.

Leikurinn er í 6. umferð deildarinnar. KA/Þór hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli hingað til. Þrjú lið eru jöfn með níu stig, KA/Þór, HK og Afturelding, en KA/Þór á leikinn í dag inni. HK og Afturelding hafa þegar unnið sína leiki í 6. umferðinni og því mikilvægt fyrir KA/Þór að ná góðum leik og vinna í dag til að endurheimta tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. FH er í 8. sæti með þrjú stig úr fimm leikjum.