Fara í efni
Handknattleikur

KA-strákarnir í blaki unnu Völsung í gær

Miguel Mateo var atkvæðamestur hjá KA eins og svo oft áður.

KA vann Völsung frá Húsavík 3:0 á Íslandsmóti karla í blaki, Unbroken deildinni, á heimavelli í gærkvöldi. KA vann fyrstu hrinuna 25:19, þá  næstu 25:22 eftir að Völsungur hafði komist í 13:7, og þriðju hrinuna unnu KA-strákarnir 25:21.

Miguel Mateo var atkvæðamestur hjá KA eins og svo oft áður. Hann skoraði 14 stig (12 smöss, 1 ás og 1 lauma), Marcel Pospiech gerði 11 stig (6 smöss, 3 laumur og 2 blokkir) og Gísli Marteinn Baldvinsson 10 stig (7 smöss og 3 ásar). Tölfræðina má sjá í flottri útsendingu á sjónvarpsrás KA.

Þetta var þriðji leikur KA á Íslandsmótinu. Áður hafði liðið unnið Vestra 3:0 en tapað fyrir Íslandsmeisturum Hamars 3:1. Allir leikirnir hafa farið fram í KA-heimilinu en næsta viðureign er gegn Þrótti í Fjarðabyggð á laugardaginn.