Fara í efni
Handknattleikur

In memoriam – Nú er hún Snorrabúð stekkur

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XLIX

Íþróttavöllurinn við Hólabraut – Akureyrarvöllur – hefur verið aflagður sem slíkur og bæjaryfirvöld hyggjast halda samkeppni um hvað verður um svæðið. Hugmyndir hafa verið uppi um bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði og jafnvel einhvers konar samkomusvæði. 

Margir eiga góðar minningar frá Akureyrarvelli en orð Jónasar, listaskáldsins góða, þegar hann orti um fallandi frægð Þingvalla, eiga vel við nú:

Nú er hún Snorrabúð stekkur,og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
börnum og hröfnum að leik.

Fyrsti hluti Akureyrarvallar, hlaupabrautirnar, var tekinn í notkun 17. júní 1951, en grasvöllurinn tveimur árum síðar. Þessi skemmtilega mynd var tekin áður en vallarhúsið – stúkan og búningsaðstaða – var tekið í notkun árið 1962.