Fara í efni
Handknattleikur

Fjöldi Akureyringa í góðum EM-gír – MYNDIR

Mæðginin Jón Óskar Ísleifsson og Ásdís Jensdóttir eldhress á EM í München. Ljósmyndir: Guðmundur Svansson og fleiri

Það er álíka öruggt og að lóan kemur til Íslands á vorin að kveða burt snjóinn, að hópur Akureyringa bregður sér af bæ í janúar ár hvert til að styðja karlalandslið þjóðarinnar í handbolta einhvers staðar í útlandinu.

Lokakeppni heimsmeistaramóts fer fram annað hvert ár og Evrópumóts hitt árið. EM stendur nú einmitt yfir í Þýskalandi eins og varla hefur farið framhjá þjóðinni og Ísland leikur í München. Þar eru nú þúsundir Íslendinga, þar á meðal stór hópur okkar fólks – úr höfuðstað hins fagra norðurs.

Fríður Gunnarsdóttir fagnar sjötugsafmæli í dag í München og fær vonandi sigur í afmælisgjöf frá „Strákunum okkar“. Hér er hún ásamt foreldrum landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, nýkjörins Íþróttamanns ársins; Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, alþingismanni og formanni Viðreisnar, og Kristjáni Arasyni, einum besta handboltamanni Íslands fyrr og síðar.

Draumi líkast

„Stemningin hér er ótrúleg. Leikurinn byrjar klukkan hálf níu í kvöld [hálf átta að íslenskum tíma] en stuðningsmannasvæði Íslands var orðið fullt í hádeginu!“ sagði Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður ÍBA, við Akureyri.net um miðjan dag.  Fyrir leiki koma Íslendingar saman á þeim gamalkunna veitingastað Hofbräuhaus, sem telja má frægustu bjórkrá heims. Er þó engin hefðbundin krá heldur risastórt veitingahús í miðborg München. Þar eiga Íslendingar frátekið svæði.

„Hér er gríðarleg stemning, mikið sungið og andlitsmálning í gangi. Það er mikill einhugur í hópnum – þetta er draumi líkast,“ sagði Geir Kristinn.

Tveimur leikjum er lokið í riðlakeppninni en sá þriðji og síðasti er á dagskrá í kvöld. Í dag kemur í ljós hvort Strákarnir okkar komast í milliriðil; það gæti ráðist í leik sem hefst núna kl. 17.00 – nái Serbar ekki að vinna Svartfellinga eru Íslendingar öruggir áfram, en þurfa hins vegar að sigra Ungverja í kvöld til að taka tvö stig með sér í milliriðil. Engin leið er að spá um úrslit leiksins í kvöld en víst er að ekki mun skorta á stuðning áhorfenda.

Viktor Ernir Geirsson, Arnór Elí Geirsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Aðalsteinn Arnór Sigurpálsson, Linda Guðmundsdóttir og Geir Kristinn Aðalsteinsson.

Ótrúlega skemmtilegt

Siguróli Sigurðsson, starfsmaður KA, er í München ásamt stórum vinahópi. „Þetta byrjaði sem lítil hugmynd tveggja vina að fara á stórmót en endaði í ótrúlega skemmtilegri hópferð góðra vina!“ sagði Siguróli í dag.

„Hér er mikil stemming og mikið gaman, en við söknum Andra Snæs vin okkar og Kristínar Hönnu, sem hættu við að koma með stuttum fyrirvara sökum veikinda móður Andra,“ bætir hann við.

„Þetta er þéttur hópur sem elskar handbolta og hefur skemmt sér konunglega hingað til ásamt fjölmörgum öðrum Akureyringum hér í borginni undanfarna daga.“

Frá vinstri: Ómar Halldórsson, Siguróli Sigurðsson, Helga Jónasdóttir, Hreinn Hauksson, Inga Heinesen, Hjalti Hreinsson, Egill Kristinsson, Fanný Rut Meldal, íris Fönn Gunnlaugsdóttir, Jón Heiðar Sigurðsson, Jónatan Magnússon, Guðmundur Hermannsson, Kristín Hólm Reynisdóttir, Elfar Halldórsson, Elsa Dóra Ómarsdóttir, Haddur Júlíus Stefánsson, Ása Katrín Gunnlaugsdóttir og Sigurborg Bjarnadóttir.

„Gömlu“ handboltakempurnar Katrín Vilhjálmsdóttir og Martha Hermannsdóttir. 

Frá vinstri: Frímann Frímannsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ingólfur Samúelsson, Hörður Sigurharðarson og Andrés Magnússon.

Fanný Rut Meldal og Hjalti Þór Hreinsson.

Hannes Arnar Gunnarsson og Dóra Sif Sigtryggsdóttir.

Arnór Atlason, fyrrverandi leikmaður KA, er aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Til hægri er Janus Daði Smárason.

Frá vinstri: Elísa Dagný Guðmundsdóttir, Elfa Björk Gylfadóttir, Guðný Rut Bragadóttir, Björn Helgi Reimarsson, Reimar Viðarsson, Gunnar Bragi Reimarsson, Rósa Signý Guðmundsdóttir, Antonía Huld Ketilsdóttir, Tómas Ernir Guðmundsson, Guðmundur Hákonarson.

Frá vinstri: Gunnar Líndal Sigurðsson, Arnar Kristinn Hilmarsson, Víglundur Páll Einarsson, Hulda Guðmundsdóttir, Barði Þór Jónsson, Garðar Marvin Hafsteinsson, Fanney Björk Friðriksdóttir, Sigríður Ásta Björnsdóttir, Gísli Marinó Hilmarsson.

Frá vinstri: Benedikt Línberg, Finnur Heimisson, Halldór Kristinn Harðarson, Ingólfur Árnason, Aldís Marta Sigurðardóttir og Heimir Finnsson.

Afmælisbarnið Fríður Gunnarsdóttir, lengst til vinstri, systur hennar Elín Stella og Ingibjörg Margrét, og loks Bjarni Bjarnason, eiginmaður Fríðar.

Frá vinstri: handboltabræðurnir Erlingur og Jón Kristjánssynir, Karitas Jónsdóttir, Gyða Kristmannsdóttir, Ragnhildur Björg Jósefsdóttir og Gunnar Níelsson.

Frá vinstri: Elfar Alfreðsson, Andrea Eiðsdóttir, Steinn Símonarson, Kristján Páll Steinsson og Atli Ragnarsson. Kristján Páll og Atli eru „kollegar“ – sá fyrrnefndi er markvörður handboltaliðs Þórs og Atli, þótt KA-maður sé, stóð í marki Þórs um tíma fyrir margt löngu.

Fjölskyldufundur! Frá vinstri: Viktor Ernir Geirsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Arnór Elí Geirsson, Linda Guðmundsdóttir, Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir, Aðalsteinn Arnór Sigurpálsson, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, Andrea Hlín Guðnadóttir, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Pálína Þrastardóttir.