Fara í efni
Handknattleikur

Birkir Heimisson líklega til Vals á ný

Birkir Heimisson í leik með Þór í sumar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Birkir Heimisson sem kom til Þórs frá Val fyrir sumarið er líklega á förum til Reykjavíkurliðsins á ný. Það var fótboltavefurinn 433.is sem greindi fyrstur frá þessu í dag.

Þór er uppeldisfélag Birkis, sem er 24 ára miðjumaður. Hann gekk aðeins 16 ára til liðs við Heerenveen í Hollandi eftir að hafa leikið hluta úr sumri með meistaraflokki Þórs en samdi við Val eftir fjögur ár í Hollandi og lék með Hlíðarendaliðinu frá 2020 til 2023. Þór keypti hann síðastliðinn vetur en allar líkur eru á að Valur kaupi hann af Þór á ný.

Birkir var einn besti maður Þórsliðsins í sumar; hann tók þátt í 17 deildarleikjum og gerði fimm mörk.