Grunnskólar
Eldur í Glerárskóla, rafmagn af Þorpinu
07.01.2021 kl. 00:32
Mikill eldur var í kjallara hússins eins og sjá má. Ljósmynd: Sunneva Lynd Birgisdóttir.
Eldur kviknaði í kjallara Glerárskóla í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað að skólanum um klukkan hálf tólf og er enn að störfum. Ekki tók langan tíma að slökkva eldinn en mikill reykur var í austustu álmu hússins, elsta hluta skólans.
Eldsupptök eru óljós en vegna þess að rafmagn fór af öllu Glerárhverfi, er talið líklegt að kviknað hafi í spennistöð sem er í kjallaranum. Ekki er loku fyrir það skotið að flugeldar hafi komið við sögu. Nágrannar urðu varir við mikil flugeldaskot við skólann í kvöld. Rafmagn var komið aftur á í Glerárhverfi eftir 45 mínútur.
Fréttin hefur verið uppfærð
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson og Sara Skaptadóttir.