Fara í efni
Grímsey

Þórsarar töpuðu á heimavelli

Enn og aftur var það Tim Dalger sem var stigahæstur Þórsara í kvöld, en hann skoraði 27 stig. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik tapaði fyrir KV í 7. umferð 1. deildarinnar í kvöld og er í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar. 

Leikurinn var tiltölulega jafn lengst af, en gestirnir náðu tíu stiga forskoti í lok þriðja leikhluta. Munurinn var orðinn 17 stig eftir að KV skoraði fyrstu sjö stig fjórða leikhlutans, en Þórsarar náðu að minnka muninn aftur niður í tvö stig, 68-70. Þeir náðu þó ekki að fylgja því eftir og aftur sigu gestirnir fram úr og unnu að lokum sjö stiga sigur.

  • Gangur leiksins: Þór - KV (16-14) (21-24) 37-38 (14-23) (18-15) 69-76
  • Byrjunarlið Þórs: Andrius Globys, Baldur Örn Jóhannesson, Reynir Barðdal Róbertsson, Tim Dalger og Veigar Örn Svavarsson.
  • Staðan í deildinni

Því miður hafði breytt tímasetning leiksins þau áhrif að ekki voru til staðar nægilega margir starfsmenn til að skrá inn tölfræði leiksins jafnóðum og upplýsingar því af skornum skammti. Stigahæstur í liði Þórs var Tim Dalger með 27 stig, en hann endaði út af með fimm villur þegar nokkrar mínútur voru eftir. Hjá gestunum var það Friðrik Anton Jónsson sem var atkvæðamestur, en hann skoraði 30 stig í kvöld.

Stigaskor Þórsara:

  • Tim Dalger 27
  • Andrius Globys 10
  • Baldur Örn Jóhannesson 8
  • Reynir Barðdal Róbertsson 6
  • Orri Svavarsson 5
  • Smári Jónsson 5
  • Veigar Örn Svavarsson 5
  • Páll Nóel Hjálmarsson 3