Fara í efni
Grímsey

Deildarbikarinn á loft í sigurgleði KA/Þórs

KA/Þór hefur tryggt sér sigur í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Kristín A. Jóhannsdóttir, fyrirliði liðsins, hampar hér deildarbikarnum sem liðið fékk afhentan í dag. Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór sigraði Víking auðveldlega í dag, 21:14, í Grill 66 deildinni í handbolta kvenna í KA-heimilinu og að leik loknum fékk Akureyrarliðið deildarbikarinn afhentan.

Lið KA/Þórs hefur ekki tapað leik í vetur, hefur unnið 14 og gert tvö jafntefli. Enn eru tvær umferðir eftir en ljóst var um síðustu helgi að sigur í næstu efstu deild Íslandsmótsins væri í höfn og að liðið léki í deild þeirra bestu á ný næsta vetur, eftir eins árs fjarveru.

Ekki þarf að hafa mörg orð um leik dagsins. Fyrri hálfleikurinn var reyndar óvenjulegur; fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm og hálfa mínútu og staðan í hálfleik var 7:7. Óvenjuleg tölfræði það, en í seinni hálfleik skildu leikmenn KA/Þórs gestina eftir og unnu örugglega. 

Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 5, Tinna Valgerður Gísladóttir 5 (2 víti), Susanne Denise Pettersen 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Aþena Sif Einvarðsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 16 (59,3%), Sif Hallgrímsdóttir 2 (40%).

KA/Þór á tvo leiki eftir í deildinni; liðið mætir Fjölni í Reykjavík 14. mars og Fram 2 á heimavelli í lokaumferðinni 23. mars.

Öll tölfræðin

Staðan í deildinni

Deildarmeistarar KA/Þórs með bikarinn í dag. Standandi frá vinstri: Þorvaldur Þorvaldsson aðstoðarþjálfari, Sesselja Sigurðardóttir sjúkraþjálfari, Agnes Vala Tryggvadóttir, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Anna Þyrí Halldórsdóttir, Tanja Dögg Baldursdóttir, Susanne Denise Pettersen, Selma Sól Ómarsdóttir, Sif Hallgrímsdóttir, Tinna Valgerður Gísladóttir, Lydía Gunnþórsdóttir, Elsa Björg Guðmundsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Aþena Sif Einvarðsdóttir, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Jónatan Þór Magnússon þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Ólöf Marín Hlynsdóttir, Unnur Ómarsdóttir, Matea Lonac, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Hildur Magnea Valgeirsdóttir.

Ólöf Marín Hlynsdóttir, til vinstri, með soninn Maron Hafþórsson og Unnur Ómarsdóttir með dóttur sína, Ölmu Einarsdóttur.

Rakel Sara Elvarsdóttir, sem lék ekkert í vetur vegna meiðsla, en var í hópnum í dag og Arna Valgerður Erlingsdóttir, fyrrverandi leikmaður og þjálfari KA/Þórs. Rakel Sara sleit krossband í hné fyrir rúmu ári og segist verða klár í slaginn á ný í haust.